Sú besta er barnshafandi

Helena Sverrisdóttir er ein besta körfuknattleikskona Íslands.
Helena Sverrisdóttir er ein besta körfuknattleikskona Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuknattleikskona landsins, er barnshafandi. Sagði hún frá tíðindunum á Instagram. Helena leikur með Val, eins og eiginmaður hennar Finnur Atli Magnússon. 

Var Helena á dögunum tilkynnt sem aðstoðarþjálfari Vals og mun hún sinna því hlutverki ásamt því að spila. Helena staðfesti í samtali við karfan.is að hún ætli sér að taka slaginn með Val eftir áramót, en hún á von á sér í byrjun desember. 

Helena skoraði 16 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar að meðaltali síðasta vetur og hjálpaði hún Valskonum að verja deildarmeistaratitilinn. 

mbl.is