Hilmar aftur til uppeldisfélagsins

Hilmar Pétursson í leik gegn Njarðvík.
Hilmar Pétursson í leik gegn Njarðvík. mbl.is//Hari

Karlalið Hauka í körfuknattleik er orðið enn sterkara á pappírunum margfrægu en liðið hefur endurheimt Hilmar Pétursson.

Hilmar lék síðast með Breiðabliki í næstefstu deild þar sem faðir hans, Pétur Ingvarsson, hélt um stjórnartaumana. Hilmar er hins vegar uppalinn í Haukum og að öllu óbreyttu mun hann leika með frænda sínum, Kára Jónssyni, næsta vetur en þeir eru bræðrasynir.

Hilmar er tvítugur að aldri og skoraði 14 stig að meðaltali fyrir Breiðablik síðasta vetur. Hilmar hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og lék fyrst í meistaraflokki tímabilið 2016-2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert