Skref í rétta átt fyrir íslenskan kvennabolta

Helena Sverrisdóttir er ein fremsta körfuknattleikskona sem Ísland hefur alið …
Helena Sverrisdóttir er ein fremsta körfuknattleikskona sem Ísland hefur alið af sér. mbl.is/Hari

Körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir er barnshafandi og mun því ekki leika með Valskonum næstu mánuðina, en hún á von á sér í byrjun desember.

Helena, sem er 32 ára gömul, var ráðin aðstoðarþjálfari Vals í byrjun mars og mun hún aðstoða Ólaf J. Sigurðsson sem tekur við þjálfarastarfinu af Darra Frey Atlasyni sem var ráðinn þjálfari karlaliðs KR í lok maí.

Helena er besta körfuknattleikskona sem Ísland hefur alið en fjórum sinnum hefur hún orðið Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Þá lék hún sem atvinnumaður til fjölda ára í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi.

„Þegar upp kom sú hugmynd að ég myndi verða aðstoðarþjálfari liðsins fannst mér það strax mjög spennandi,“ sagði Helena í samtali við Morgunblaðið. „Að stórum hluta vegna þess að ég vissi að ég myndi ekki geta spilað neitt fram að áramótum í það minnsta og það verður mitt stærsta hlutverk í vetur reikna ég með.

Ég er þannig karakter að ég taldi að það myndi ekki breyta miklu fyrir mig að vera leikmaður líka, samhliða þjálfarahlutverkinu. Ég vonast þess vegna til þess að geta aðstoðað Óla eins mikið og kostur er, utan vallar, og svo þegar ég verð byrjuð að spila sjálf á nýjan leik er ég kannski ekki beint að reyna að þjálfa innan vallar þótt ég muni að sjálfsögðu gera mitt besta til þess að miðla minni reynslu eins og best verður á kosið.“

Ekki tilbúin

Helena ítrekar að aðstoðarþjálfarastarfið henti henti henni fullkomlega eins og staðan er í dag og þá er hún afar spennt fyrir því að vinna með Ólafi sem stýrði kvennaliði ÍR í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

„Ég þekkti Óla lítið sem ekkert og samstarfið leggst gríðarlega vel í mig. Þessar fyrstu vikur hafa farið frábærlega vel af stað. Hann er ennþá ungur í þjálfaraárum en það fer mjög gott orð af honum. Hann gerði frábæra hluti með ÍR, sem rétt náði í hóp á tímabili á síðustu leiktíð, og það eru allir spenntir að vinna með honum.“

Ég áttaði mig á því þegar ég var síðast í Haukum að ég var ekki tilbúin til þess að vera spilandi þjálfari. Það hefur komið upp í umræðuna á undanförnum árum að það sé eitthvað sem lið hafa verið tilbúin að skoða en sjálf hef ég ekki verið spennt fyrir því á meðan ég er ennþá að spila.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »