Átta lið fá ekki að vera með

Mo Bamba og félagar í Orlando Magic verða á
Mo Bamba og félagar í Orlando Magic verða á "heimavelli" á lokasprettinum í NBA. AFP

Eins og fram hefur komið hefur verið ákveðið að halda áfram keppni í NBA-deildinni í körfuknattleik frá og með 31. júlí og leika alla leikina í Disney World í Orlando.

Ekki munu þó öll 30 liðin í deildinni spila þar því þau átta lið sem eiga enga möguleika á sæti í úrslitakeppninni verða ekki með og hin 22 munu leika áfram, fyrst um að komast í úrslitakeppni sextán liða, og svo úrslitakeppnina sjálfa þar sem sextán lið leika.

Aðeins níu lið úr Austurdeildinni verða með, Milwaukee, Toronto, Boston, Miami, Indiana, Philadelphia, Brooklyn, Orlando og Washington, og átta þeirra komast áfram. 

Liðin sex í Austurdeildinni sem eiga langt frí fyrir höndum eru Charlotte, Chicago, New York, Detroit, Atlanta og Cleveland.

Hinsvegar verða þrettán af fimmtán liðum Vesturdeildarinnar með á þessum lokaspretti deildarinnar. LA Lakers, LA Clippers, Denver, Utah, Oklahoma City, Houston, Dallas, Memphis, Portland, New Orleans, Sacramento, San Antonio og Phoenix.

Minnesota og Golden State eru einu liðin úr Vesturdeildinni sem ekki verða með í Orlando.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert