Framlag Tryggva var ekki nóg

Tryggvi Snær Hlinason í varnarhlutverki í leik með Zaragoza.
Tryggvi Snær Hlinason í varnarhlutverki í leik með Zaragoza. Ljósmynd/FIBA

Ágætis framlag Tryggva Snæs Hlinasonar landsliðsmiðherja í körfuknattleik var ekki nóg fyrir Zaragoza í kvöld þegar liðið tapaði fyrir San Pablo Burgos, 86:92, í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni um spænska meistaratitilinn.

Tryggvi lék í tæpar 16 mínútur og skoraði 10 stig fyrir Zaragoza ásamt því að taka tvö fráköst. 

Tólf lið leika til úrslita í tveimur riðlum og fyrstu leikirnir í B-riðli voru leiknir í dag. Í hinum vann Valencia sigur á Andorra, 90:74, og Real Madrid vann Gran Canaria, 91:73. Allir leikirnir fara fram í Valencia og Zaragoza mætir heimamönnum í næsta leik á laugardagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert