Zaragoza án stiga

Tryggvi Snær Hlinason tók tvö fráköst fyrir Zaragoza.
Tryggvi Snær Hlinason tók tvö fráköst fyrir Zaragoza. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfuknattleik og leikmaður Zaragoza í efstu deild Spánar, tók tvö fráköst fyrir sitt lið þegar Zaragoza tapaði á útivelli fyrir Valencia í B-riðli úrslitakeppninnar þar í landi í dag.

Leiknum lauk með 89:71-sigri Valencia en Zaragoza leiddi með 10 stigum í hálfleik, 45:35. Zaragoza átti hins vegar afleitan síðari hálfleik og var Valencia með fjögurra stiga forskot eftir þriðja leikhluta.

Valencia vann svo fjórða leikhluta með 14 stiga mun og fagnaði öruggum sigri í leikslok. Íslenski landsliðsmaðurinn lék í rúmlega ellefu mínútur í kvöld en Zaragoza er án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í riðlakeppni úrslitakeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert