Framlag Tryggva dugði ekki til

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir Zaragoza er liðið mátti þola 93:113-tap á heimavelli í spænska körfuboltanum í kvöld. 

Tryggvi lék í tæpar 18 mínútur og skoraði fimm stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 

Illa hefur gengið hjá Tryggva og félögum síðan deildin fór af stað á ný og hefur liðið tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa en liðið er eitt tólf liða sem berjast um spænska meistaratitilinn. 

mbl.is