Fyrirliði Fjölnis í Álftanes

Huginn Freyr Þorsteinsson formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness með Vilhjálmi, Róberti og …
Huginn Freyr Þorsteinsson formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness með Vilhjálmi, Róberti og Trausta. Ljósmynd/Álftanes

Körfuknattleiksdeild Álftaness gekk í dag frá samningum við þrjá leikmenn. Róbert Sigurðsson, sem hefur verið fyrirliði Fjölnis að undanförnu, er genginn í raðir félagsins, eins og Trausti Eiríksson sem kemur úr ÍR. Þá hefur Vilhjálmur Kári Jensson framlengt samning sinn við Álftanes. 

Róbert er 26 ára og var hann í fjórða sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Lék hann með Stjörnunni áður en hann fór í Grafarvoginn. 

Trausti er tveggja metra framherji sem hefur leikið með ÍR síðustu ár en hann er uppalinn í Borgarfirði og lék með Tindastóli áður en hann hélt til höfuðborgarinnar. Trausti verður 29 ára á árinu. 

Vilhjálmur Kári skoraði 11,6 stig, tók 6,6 fráköst og gaf 1,9 stoðsendingu að meðaltali í leik með Álftanesi á síðustu leiktíð. Er hann 23 ára og uppalinn hjá KR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert