Tveir ungir KR-ingar í Selfoss

Gunnar Steinþórsson og Sveinn Búi Birgisson eru komnir í KR.
Gunnar Steinþórsson og Sveinn Búi Birgisson eru komnir í KR. Ljósmynd/Selfosskarfa.is

Tveir ungir KR-ingar Sveinn Búi Birgisson og Gunnar Steinþórsson hafa samið við Selfoss og munu þeir leika með liðinu næsta vetur. Selfoss hafnaði í sjötta sæti 1. deildarinnar í vetur og vann átta leiki og tapaði þrettán. 

Munu þeir báðir stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands meðfram því að leika körfubolta. Hafa þeir báðir leikið með yngri landsliðum Íslands og mun Sveinn leika með U18 liðinu sem leikur á Norðurlandamóti síðar í sumar. 

Sveinn og Gunnar eru fæddir 2002 og verða því 18 ára á þessu ári. 

mbl.is