Frá Snæfelli til Fjölnis

Ísak Örn Baldursson er orðinn leikmaður Fjölnis.
Ísak Örn Baldursson er orðinn leikmaður Fjölnis. Ljósmynd/Fjölnir

Körfuknattleiksmaðurinn Ísak Örn Baldursson er orðinn leikmaður Fjölnis en hann kemur til félagsins frá uppeldisfélaginu Snæfelli í Stykkishólmi.

Ísak skoraði átta stig að meðaltali í leik með Snæfelli á síðustu leiktíð í 1. deildinni, en Fjölnir leikur í sömu deild á næsta ári eftir fall úr efstu deild. 

Hefur hann sömuleiðis leikið með yngri landsliðum Íslands, síðast U16 ára landsliðinu síðasta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert