Sáu fram á að fara úr 100 landsleikjum í enga

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ.
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ. Haraldur Jónasson/Hari

„Þetta er mikið gleðiefni, Norðurlandaþjóðirnar voru búnar að flauta þetta af í mars,“ sagði kátur Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, við Valtý Björn Val­týs­son í hlaðvarpsþætt­in­um Mín skoðun í dag sem má nálg­ast á Spotify.

Norðurlandamót unglina í körfuknattleik, fyrir U16 og U18 ára landslið drengja og stúlkna, verður haldið í Kisikallio í Finnlandi í ágúst en um tíma stóð til að aflýsa mótinu alveg vegna kórónuveirufaraldursins. Hannes hefur því ástæðu til að vera kátur, sérstaklega fyrir hönd þeirra ungmenna sem keppa fyrir hönd Íslands á mótinu.

„Við förum út á frídegi verslunarmanna með hátt í 75 manna hóp. Það verða engir áhorfendur leyfðir og lágmarksmannskapur frá sambandinu leyfður. En þetta verður allt í beinni og frábært fyrir krakkana. Við höfum yfirleitt verið að spila um 100 landsleiki á hverju sumri og það leit út fyrir að þeir yrðu núll í ár.“

Sví­ar fá ekki að vera með vegna ferðatak­mark­ana á milli Svíþjóðar og Finn­lands og Norðmenn ákváðu að taka ekki þátt. Ísland, Finn­land, Dan­mörk og Eist­land taka því þátt í mót­inu og mæt­ast inn­byrðist ásamt því að leikið verður um end­an­leg sæti í lok­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert