Bandarískur leikmaður aftur í Snæfell

Haiden Denise Palmer með Íslandsmeistarabikarinn í höndunum árið 2016.
Haiden Denise Palmer með Íslandsmeistarabikarinn í höndunum árið 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleikskonan Haiden Denise Palmer er komin aftur í Snæfell og mun spila með liðinu á næsta tímabili en hún varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu árið 2016. Félagið staðfesti þetta á samfélagsmiðlum sínum.

Haiden er frá Bandaríkjunum en færði sig um set til Þýskalands eftir veru sína á Stykkishólmi og lék nú síðast með Tapiolan Honka í Finnlandi þar sem hún skoraði að meðaltali 20 stig í leik. Hún skoraði 26 stig að meðaltali, tók 11 fráköst og gaf fimm stoðsendingar tímabilið sem Snæfell vann tvöfalt.

mbl.is