Tvöföldu meistararnir fá liðsauka

Stjörnumenn urðu bikarmeistarar í febrúar.
Stjörnumenn urðu bikarmeistarar í febrúar. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í körfubolta hafa fengið slóvenskan liðstyrk því félagið hefur samið við Slóvenann Mirza Sarajlija. 

Sarajlija er bakvörður og lék síðast með Revda í B-deild Rússlands. Á hann að fylla í skarðið sem Nikolas Tomsick skilur eftir sig, en Tomsick samdi við Tindastól eftir síðasta tímabil. 

Ljóst er að Stjarnan mætir með breytt lið til leiks á næstu leiktíð þar sem Kyle Johnson og Urald King eru farnir. Þá eru tveir nýir aðstoðarþjálfarar mættir í brúna því Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez verða Arnari Guðjónssyni til halds og trausts. 

Stjarnan fékk ekki tækifæri til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í vetur þar sem tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. 

mbl.is