Breytt fyrirkomulag í 2. deild kvenna

Leikið verður í 2. deild kvenna og 4. deild karla …
Leikið verður í 2. deild kvenna og 4. deild karla í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keppnistímabilið 2020-21 verður keppt í 2. deild kvenna í körfuknattleik, líkt og undanfarin ár, en mótafyrirkomulagið verður með breyttu sniði í ár. Þetta er gert til þess að auðvelda fleirum að vera með að því er segir í fréttatilkynningu frá KKÍ.

Þá verður einnig boðið upp á keppni í 4. deild karla sem er nýjung hjá körfuknattleikssambandinu. Keppt verður í báðum deildunum helgina 17.-18. október 2020 og svo helgina 17.-18. apríl 2021.

Skráning fyrir fyrri keppnishelgina mun fara fram dagana 10.-30. september og svo fyrir seinni helgina dagana 10.-30. mars 2021. Skráningargjald er 15.000 krónur fyrir hvora helgi og verða leikreglur eftirfarandi:

    • Leiktími: 2x7 mínútur með gangandi klukku
    • Skiptingar: minniboltaskiptingar
    • Fjöldi leikja: 5-7 á lið
    • Framlenging: verði jafnt gildir fyrsta karfa sem sigurkarfa (gullkarfa)
    • Leikmönnum í Domino's- og 1. deildum karla og kvenna er óheimilt að keppa í 2. deild kvenna og 4. deild karla
mbl.is