Níu leikmenn til viðbótar með veiruna

NBA-deildin fer af stað í júlílok.
NBA-deildin fer af stað í júlílok. AFP

Níu leikmenn NBA-deildarinnar í körfubolta greindust með kórónuveiruna er skimað var innan deildarinnar í vikunni. Tæp vika er í að liðin ferðast til Florida til að klára yfirstandandi tímabil sem hefur verið í frí síðan í mars. 

Alls hafa 25 leikmenn og tíu aðrir starfsmenn félaga greinst með veiruna síðan deildin byrjaði að skima leikmenn þann 23. júlí. „Allir leikmenn sem greinast með veiruna verða í einangrun þar til þeir jafna sig,“ segir í yfirlýsingu sem deildin sendi frá sér. 

Munu lið ferðast til Orlando í Florida þann 7. júlí næstkomandi en áætlað er að deildin hefji göngu sína á nýjan leik þann 30. júlí. Leikmenn, þjálfarar og annað starfsfólk mun búa í Walt Disney-garðinum á meðan tímabilið er klárað, en allir leikir fara fram á sama velli. 

Denver Nuggets lokaði æfingasvæði sínu á dögunum eftir að tveir innan félagsins greindust með veiruna og þá hefur New Orleans Pelicans staðfest að þrír leikmenn félagsins greindust með kórónuveiruna. 

mbl.is