Deildarbikararnir afhentir Stjörnunni og Val

Deildarmeistararnir í körfuknattleik, Stjarnan í karlaflokki og Valur í kvennaflokki, fengu bikarana afhenta á blaðamannafundi KKÍ í Laugardalnum í dag en keppnistímabilið 2019-2020 var flautað af í mars vegna kórónuveirufaraldursins.

Bikarafhendingin var með óvenjulegu sniði, ekki bara að því leyti að hún fór fram í júlí. Fylgja þurfti sóttvarnarreglum og urðu leikmenn því sjálfir m.a. að hengja medalíur um eigin háls en ekki gátu allir mætt úr báðum liðum.

Engir Íslandsmeistarar voru krýndir í ár en liðin tvö sem voru efst í sínum deildum voru krýnd deildarmeistarar. Val­ur hafði þegar tryggt sér deild­ar­meist­ara­titil kvenna þó þrem­ur um­ferðum væri ólokið. Stjarn­an var með tveggja stiga for­ystu á Kefla­vík fyr­ir lokaum­ferðina í úr­vals­deild karla en hefði orðið deild­ar­meist­ari með því að sigra botnlið Fjöln­is.

mbl.is