Bandaríkjamaður snýr aftur til Íslands

Cedric Bowen.
Cedric Bowen. Ljósmynd/Álftanes

Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur fengið liðsstyrk en Bandaríkjamaðurinn Cedrick Bowen er snúinn aftur til Íslands og mun leika með liðinu í fyrstu deildinni næsta vetur.

Bowen leikur stöðu framherja, er tæplega tveir metrar á hæð og 27 ára að aldri en hann hefur áður leikið fyrir Hauka og Íslandsmeistaralið KR hérlendis, tímabilið 2016-2017. Hann skoraði 13 stig og tók sjö fráköst að meðaltali með KR-ingum en hélt eftir tímabilið til Austur-Evrópu þar sem hann hefur spilað síðan.

mbl.is