Haukur á ferð og flugi með Andorra

Haukur Helgi Pálsson í leik í EuroCup með Unics Kazan …
Haukur Helgi Pálsson í leik í EuroCup með Unics Kazan síðasta vetur. Ljósmynd/Eurocup

Haukur Helgi Pálsson landsliðsmaður í körfuknattleik fer meðal annars á kunnuglegar slóðir austur í Rússlandi með hinu nýja liði sínu, Andorra, á komandi keppnistímabili.

Þó lið Andorra sé frá samnefndu ríki í Pyreneafjöllunum er liðið eitt af þeim sterkustu í spænsku ACB-deildinni og hefur átt fast sæti í EuroCup, næststerkustu keppni félagsliða í Evrópu.

Dregið var í riðla í EuroCup í dag og meðal mótherja Andorra er lið Lokomotiv Kuban frá Krasnodar í Rússlandi en Haukur lék með Unics Kazan í Rússlandi á síðasta tímabili.'

Hinir mótherjarnir eru Lietkabelis Panevezys frá Litháen, Virtus Bologna frá Ítalíu, Mónakó frá Frakklandi og Giants Antwerpen frá Belgíu.

mbl.is