Ein stærsta stjarnan með kórónuveiruna

Russell Westbrook
Russell Westbrook AFP

Ein stærsta stjarna NBA-körfuboltadeildarinnar, Russell Westbrook, hefur greinst með kórónuveiruna en hann sagði frá þessu á Twitter-síðu sinni í gær.

Ekkert hefur verið keppt í NBA-deildinni síðan í mars þegar hlé var gert á mótahaldi vegna heimsfaraldursins en liðin eru nú mætt til Orlando þar sem restin af deildinni og svo úrslitakeppnin fer fram. Því hafa allir leikmenn og starfsmenn deildarinnar verið skimaðir undanfarna daga sem liður í þeim undirbúningi. Einn þeirra sem hefur greinst með veiruna er Westbrook, leikmaður Houston Rockets, en hann er ein skærasta stjarna deildarinnar.

Tuttugu og tvö af þrjátíu liðum deildarinnar eru mætt til Orlando og keppa í Disney-garðinum þar. Keppni hefst 30. júlí og lýkur í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert