Landsliðsmaðurinn á ferð og flugi

Tryggvi Snær Hlinason leikur í Meistaradeildinni á leiktíðinni.
Tryggvi Snær Hlinason leikur í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Ljósmynd/FIBA

Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í dag. Tryggvi Snær Hlinason er eini fulltrúi Íslands í keppninni í ár, en hann leikur með spænska liðinu Casademont Zaragoza. 

Zaragoza var dregið í B-riðil en þar verður liðið ásamt Nymburk frá Tékklandi, Szombathely frá Ungverjalandi, Dijon frá Frakklandi, Novgorod frá Rússlandi, Lublin frá Póllandi og Bursa frá Tyrklandi. 

Þá á eitt lið eftir að bætast við riðilinn en forkeppnin verður leikin 15.-18. september og síðan 22.-25. september. Riðlakeppi Meistaradeildarinnar fer af stað 15. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert