Bikar­meist­ar­arn­ir fá frek­ari liðsstyrk

Guðrún Ósk Ámundadóttir þjálfari og lið Skallagríms varð bikarmeistari á …
Guðrún Ósk Ámundadóttir þjálfari og lið Skallagríms varð bikarmeistari á síðustu leiktíð. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Bikar­meist­ar­ar Skalla­gríms hafa samið við miðherjann Nikita Telesford um að leika með liðinu á Íslandsmótinu í körfuknattleik kvenna í vetur en Telesford kemur beint úr kanadíska háskólaboltanum.

Telesford er 23 ára og 189 sentímetrar en hún er uppalin í Toronto í Kanada. Á síðustu leiktíð spilaði hún með Concordia í kanadíska háskólaboltanum þar sem hún skoraði 11,5 stig og tók 7,8 fráköst að meðaltali í leik. Áður spilaði hún í þrjú ár í Bandaríkjunum.

mbl.is