Bandarískur leikstjórnandi til Akureyrar

Dedrick Basile
Dedrick Basile Ljósmynd/Þór

Körfuknattleiksdeild Þórs frá Akureyri hefur gert samning við Bandaríkjamanninn Dedrick Basile um að leika með liðinu á næstu leiktíð en hann kemur til liðsins frá Ooulun NMKY í Finnlandi þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil.

Basile er 25 ára leikstjórnandi og 180 sentímetrar að hæð. Hann spilaði í finnsku B-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði að meðaltali 28,7 stig í leik.

Áður hafði serbneski fram­herj­inn Sr­d­an Stojanovic gengið til liðs við Þórsara frá Fjölni. Norðanmenn voru í 11. sæti efstu deildarinnar, Dominos-deildarinnar, þegar mótið var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og héldu sæti sínu. Næsta leiktíð hefst fyrsta október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert