Breskur framherji í Þór

Rowell Graham-Bell treður í leik með Almansa.
Rowell Graham-Bell treður í leik með Almansa. Ljósmynd/CB Almansa

Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur tilkynnt að framherjinn Rowell Graham-Bell hafi samið við félagið út komandi leiktíð. Graham-Bell hefur leikið á Spáni síðustu ár. 

Graham-Bell lék með Valladolid frá 2016 til 2018 og svo Almansa síðustu tvö ár í B- og C-deildum Spánar. Skoraði hann 10 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð með Almansa í B-deildinni á síðustu leiktíð. 

Lék Graham-Bell með yngri landsliðum Bretlands og var hann í stóru hlutverki hjá U20 ára landsliðinu á EM 20 ára og yngri árið 2014. Graham-Bell er fæddur árið 1994 og er því 25 ára gamall. 

mbl.is