Kúlan farin að rúlla

Kyrie Irving er ein af stjörnum NBA.
Kyrie Irving er ein af stjörnum NBA. AFP

Keppnin í NBA-boltanum hefst að nýju í kvöld og nótt í „kúlunni“ svokölluðu í Walt Disney World Sports Complex í Orlando eftir fjögurra mánaða bið vegna stöðvunarinnar sökum kórónuveirunnar í mars. Þegar NBA tilkynnti endurkomu deildarkeppninar með 22 liðum í byrjun júní, hrökk undirritaður í gang á þessum síðum til að lofa gott samband forseta NBA, Adam Silver, við stéttafélag leikmanna – sérstaklega í samanburði við aðrar atvinnudeildir hér vestra.

Þessi góða samvinna aðilanna er nú að skila sér í endurkomu leikjanna á skjánum með leikjum Utah og New Orleans, og síðan innbyrðisleik Los Angeles-liðanna þar á eftir. Vissulega komu upp erfiðar hindranir á vikunum síðan ákvörðunin var tekin, en aðilum tókst á endanum að vinna bug á þeim og ekkert virðist því til fyrirstöðu að NBA-eðjótar geti tekið gleði sína að nýju.

Liðin munu leika átta deildarleiki á næstu vikum og eftir það verða sextán lið eftir til að leika úrslitakeppnina sjálfa. Markmiðið er að klára síðan keppnístímabilið í síðasta lagi 13. október.

Deildin réð slatta af sérfræðingum til að hjálpa til við smitforvarnir og öllu því tengdu. Leikmenn fara í gegnum skimun áður og eftir að þeir mæta í kúlun og síðan reglulega eftir það. Slík er skipulagningin að deilding setti saman 113 síðna skjal fyrir leikmen og hafa smitsérfræðingar hér vestra ekki séð jafn alhliða skipulag fyrir vinnustaði áður.

Eitthvað hefur þetta virkað til þessa því enginn leikmaður hefur fengið jákvæða skimun fyrir veirunni sem af er eftir rúmlega 400 skimanir.

Ekki slæmt fyrir leikmennina í einangruninni

Þessi svokallaða kúla er á 220 ekra svæði með tólf æfingavöllum og þremur keppnisvöllum til leikja svo hægt sé að hafa þrjá leiki í einu í sjónvarpinu. Leikmenn verða einangraðir fyrstu sjö vikurnar þar til önnur umferð úrslitakeppninar hefst, en þá verður fjölskyldum leyft að heimsækja þá. Þá verða aðeins átta lið eftir í kúlunni og það er talið gera hættuna á smiti viðráðanlegri.

Leikmenn munu búa á þremur lúxushótelum á staðnum, með alls konar hlutum til afþreyingar, auk þess sem leikmenn hafa aðgang að náttúrunni á svæðinu – þeir geta t.d. eytt tíma í að veiða í vötnum á staðnum (Chris Paul var að fá hann um daginn) og leikið golf daglega eins og þeir vilja. Eftir að leikmenn koma úr sóttkví, hafa þeir aðgang að lúxusveitingastöðum hótelanna og geta pantað mat frá slatta af öðrum veitingastöðum nálægt. Það ætti því að fara vel um þá.

Umfjöllunina um NBA-deildina má sjá í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »