Vestfirðingar aflýsa

Til stóð að Ágúst Björgvinsson yrði yfirþjálfari í búðunum.
Til stóð að Ágúst Björgvinsson yrði yfirþjálfari í búðunum. mbl.is/Hari

Körfuboltabúðum Vestra hefur verið aflýst en sú ákvörðun var tekin í ljósi hertra aðgerða í baráttunni við kórónuveiruna. 

Löng hefð er fyrir körfuboltabúðum á Ísafirði þar sem fjöldi innlendra sem erlendra þjálfara hefur leiðbeint krökkunum. Hafa búðirnar notið vinsælda og krakkar mætt víða að af landinu. Vanalega hafa búðirnar verið í júní en hafði verið frestað fram í ágúst þetta árið vegna kórónuveirunnar. 

Tilkynning Vestra

mbl.is