Góð byrjun hjá Lakers

LeBron James vel fagnað af félögum sínum í nótt.
LeBron James vel fagnað af félögum sínum í nótt. AFP

Stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis voru við sama heygarðshornið þegar NBA-deildin fór aftur í gang í nótt og LA Lakers tókst að leggja öflugt lið nágrannanna í LA Clippers 103:101. 

Davis skoraði 34 stig og var stigahæstur en James skoraði 16 stig, tók 11 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og varði skot. 

Stjörnurnar hjá Clippers skiluðu einnig sínu þótt það dygði ekki til sigurs. Paul George skoraði 30 stig og Kawhi Leonard skoraði 28 stig. 

Tveir leikir voru á dagskrá í Orlando þar sem NBA-deildin mun ljúka keppnistímabilinu 2019-2020. Utah Jazz vann New Orleans Pelicans 106:104. 

Jordan Clarkson skoraði 23 stig fyrir Utah og Brandon Ingram gerði einnig 23 stig fyrir New Orleans. Zion Williamson, sem valinn var fyrstur í nýliðavalinu, skoraði 13 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert