Yfir 300 stig eftir framlengingu

James Harden skoraði 49 stig í nótt.
James Harden skoraði 49 stig í nótt. AFP

Það var æsispenna í leik Dallas Mavericks og Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt en leikið var í Orlando, þar sem deildin lýkur keppnistímabili sínu. Sex leikir fóru fram í gærkvöldi og í nótt.

Houston vann sigur eftir framlengingu, 153:149, en alls voru skoruð 302 stig í leiknum. James Harden, stórstjarna Houston, skoraði ein 49 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar en Russell Westbrook skoraði 31 stig. Hjá Dallas var Kristaps Porzingis stigahæstur með 39 stig og þá tók hann 16 fráköst alls.

Þá átti Giannis Antetokounmpo stórleik fyrir Milwaukee Bucks sem vann 119:112-sigur á Boston Celtics. Grikkinn skoraði 36 stig og tók 15 fráköst.

Úrslitin
Brooklyn Nets - Orlando Magic 118:128
Portland Trail Blazers - Memphis Grizzlies 140:135
Washington Wizards - Phoenix Suns 112:125
Milwaukee Bucks - Boston Celtics 119:112
San Antonio Spurs - Sacramento Kings 129:120
Dallas Maverick - Houston Rockets 149:153 (e.f.)

mbl.is