Meistararnir stöðvuðu Lakers

Kawhi Leonard sækir á körfuna gegn Lonzo Ball í leik …
Kawhi Leonard sækir á körfuna gegn Lonzo Ball í leik Los Angeles Clippers og New Orleans Pelicans. AFP

NBA-meistararnir í Toronto Raptors unnu 107:92-sigur á Los Angeles Lakers í Or­lando, þar sem deild­in lýk­ur keppn­is­tíma­bili sínu. Fimm leikir fóru fram í gærkvöldi og í nótt.

Toronto er nú búið að vinna fimm leiki í röð og situr í öðru sæti austurdeildarinnar en Kyle Lowry var allt í öllu í leiknum í nótt, skoraði 33 stig og tók 14 fráköst. LeBron James gerði 20 stig fyrir Los Angeles og Kyle Kuzma 16 en það dugði ekki til. Liðið er engu að síður áfram á toppi vesturdeildarinnar.

Los Angeles Clippers vann svo stórsigur, 126:103, gegn New Orleans Pelicans, eftir að hafa tapað gegn Lakers í síðasta leik. Paul George var stigahæstur með 28 stig og Kawhi Leonard skoraði 24 stig.

Úrslitin
Denver Nuggets - Miami Heat 105:125
Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 110:94
Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 126:103
Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 127:121
Toronto Raptors - Los Angeles Lakers 107:92

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert