Bæta Norðmanni í hópinn

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. mbl.is//Hari

Úrvalsdeildarlið Njarðvíkur hefur samið við norskan leikmann um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili í körfuknattleiknum. 

Sá heitir Johannes Dolven og er frá Osló. Hann lék með Barry í bandaríska háskólaboltanum og var þar samherji Elvars Más Friðrikssonar um tíma. 

Á síðasta tímabili sínu í NCAA skoraði Dolmen 9 stig að meðaltali fyrir Barry og tók að jafnaði 7 fráköst. 

mbl.is