Gæti komist á topp 10 innan skamms

Doc Rivers á hliðarlínunni í leiknum gegn New Orleans Pelicans.
Doc Rivers á hliðarlínunni í leiknum gegn New Orleans Pelicans. AFP

Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers í NBA-deildinni, er orðinn ellefti sigursælasti þjálfarinn í sögu NBA-deildarinnar. 

Með sigri á New Orleans Pelicans um helgina skellti hann sér upp fyrir sjálfan Red Auerbach sem lagði grunninn að velgengni Boston Celtics á sjöunda áratugnum. 

Rivers er 58 ára og hefur unnið 939 leiki sem þjálfari Orlando Magic, Boston og Clippers en hann hefur þjálfað í deildinni frá aldamótum. 

Næstur fyrir ofan hann er Bill Fitch með 944 sigra og Rivers gæti því vippað sér inn á topp 10 á þessu tímabili. 

mbl.is