LeBron og félagar fengu skell

Oklahoma City Thunder vann öruggan sigur á Los Angeles Lakers.
Oklahoma City Thunder vann öruggan sigur á Los Angeles Lakers. AFP

Oklahoma City Thunder gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 105:86-sigur á Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum í Disney World í gær. Lakers hefur þegar tryggt sér toppsæti Vesturdeildarinnar en Oklahoma var töluvert sterkara liðið og var yfir nánast allan leikinn.

Chris Paul skoraði 21 stig fyrir Oklahoma á meðan LeBron James skoraði 19 stig fyrir Lakers. Lakers er með 51 sigur og 16 töp og Oklahoma í fimmta sæti Vesturdeildarinnar með 42 sigra og 25 töp. 

Meistararnir í Toronto Raptors unnu sjöunda leikinn í röð er liðið lagði Orlando Magic, 109:99. Annan leikinn í röð var Fred VanVleet stigahæstur, nú með 21 stig. Toronto er í öðru sæti Austurdeildirnar með 49 sigra og 18 töp. Orlando er í áttunda sæti með 32 sigra og 37 töp. 

Baráttan um áttunda sæti Vesturdeildarinnar, síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni, er orðin ansi hörð. Utah Jazz vann 124:115-sigur á Memphis Grizzlies þar sem Joe Ingles skoraði 25 stig.

Utah er í fjórða sæti með 43 sigra og 25 töp á meðan Memphis er í áttunda sæti með 32 sigra og 37 töp, þar á eftir koma Portland, San Antonio, New Orleans, Phoenix og Sacramento og eiga þau öll möguleika á að fara upp fyrir Memphis og upp í áttunda sætið. 

Úrslitin úr NBA-körfuboltanum: 

Utah Jazz - Memphis Grizzlies 124:115
San Antonio Spurs - Denver Nuggets 126:132
Washington Wizzards - Philadelphia 76ers 98:107
Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 86:105
Orlando Magic - Toronto Raptors 99:109
Boston Celtics - Brooklyn Nets 149:115

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert