Körfuknattleiksmaður lést á æfingu

Michael Ojo í leik með Rauðu stjörnunni.
Michael Ojo í leik með Rauðu stjörnunni. Ljósmynd/Euroleague

Hinn 27 ára gamli Michael Ojo er látinn en hann fékk hjartaáfall á æfingu með Rauðu stjörnunni í Serbíu. Ojo var með bandarískt og nígerskt ríkisfang. 

Veiktist Ojo skyndilega og var flottur á sjúkrahús þar sem læknum tókst ekki að bjarga lífi hans. 

Ojo spilaði í fimm ár með Florida State í bandaríska háskólakörfuboltanum. Lék hann allan atvinnumannaferilinn í Serbíu, fyrst FMP í Belgrad og síðan Rauðu stjörnunni. 

mbl.is