San Antonio vann Utah

Rudy Gay hjá San Antonio og Miye Oni hjá Utah …
Rudy Gay hjá San Antonio og Miye Oni hjá Utah í leiknum í nótt. AFP

San Antonio Spurs vann góðan sigur á Utah Jazz í NBA-deildinni í körfuknattleik 119:111 en sex leikir voru á dagskrá í Orlando í gærkvöldi og í nótt. 

San Antonio hefur unnið þrjátíu leiki en tapað þrjátíu og átta en Utah unnið fjörtíu og þrjá og tapað tuttugu og sex. Utah hefur því gengið mun betur. Jakob Poelti skoraði 19 stig og tók 10 fráköst fyrir San Antonio. 

Boston Celtics burstaði meistarana í Toronto Raptors 122:100. Jaylen Brown skoraði 20 stig fyrir Boston. 

Úrslit: 

San Antonio - Utah 119:111
Memphis - Oklahoma 121:92
Brooklyn - Sacramento 119:106
Philadelphia - Orlando 108:101
New Orleans - Washington 118:107
Toronto - Boston 100:122

mbl.is