Bestu leikmenn Philadelphia á sjúkralistanum

Joel Embiid fylgist með eftir að hann þurfti að yfirgefa …
Joel Embiid fylgist með eftir að hann þurfti að yfirgefa völlinn. AFP

Philadelphia 76ers virðist vera að lenda í miklum vandræðum vegna meiðsla lykilmanna í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Besti maður liðsins, Ben Simmons, þarf að fara í aðgerð á hné en ekki hefur verið sett dagsetning á hvenær hann gæti snúið aftur. Mun það skýrast þegar líður frá aðgerðinni.

Annar lykilmaður, Joel Embiid, fór af velli þegar liðið lék gegn Portland. Meiddist hann á ökkla en í herbúðum Philadelphia eru menn bjartsýnir á að þau meiðsli séu ekki alvarleg. Ekki er þó víst að hans njóti við í næstu leikjum.

mbl.is