Hjónin verða yfirþjálfarar í Grindavík

Guðmundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir með syni sínum Jóni Axel …
Guðmundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir með syni sínum Jóni Axel Guðmundssyni. Ljósmynd/Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við þau Guðmund Bragason og Stefaníu Jónsdóttur sem munu taka sameiginlega að sér stöðu yfirþjálfara hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur í vetur. 

Guðmundur og Stefanía eru hjón og þrír synir þeirra hafa allir spilað fyrir meistaraflokk Grindavíkur; Jón Axel Guðmundsson, Ingvi Þór Guðmundsson og Bragi Guðmundsson. 

„Ekki þarf að kynna körfuboltaáhugafólk í Grindavík fyrir Guðmundi og Stefaníu sem hafa um árabil verið hluti af körfuboltafjölskyldunni í Grindavík, bæði sem leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk.

Þau hafa gríðarlega þekkingu á körfuknattleik sem mun án nokkurs vafa nýtast deildinni við að efla sitt starf og gera gott starf enn betra,“ segir í tilkynningu sem Grindavík sendi frá sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert