Taphrina Lakers á enda

LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers unnu loks …
LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers unnu loks í nótt. AFP

Los Angeles Lakers batt enda á taphrinu sína í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt er liðið vann 124:121-sigur á Denver Nuggets. Los Angeles hefur fyrir löngu tryggt sér toppsæti vesturdeildarinnar og sæti í úrslitakeppninni en LeBron James og félagar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir viðureignina í nótt.

LeBron skoraði 29 stig og gaf tólf stoðsendingar og liðsfélagi hans Anthony Davis skoraði 27 stig. Þá er Phoenix Suns enn í baráttunni um sæti í úrslitakeppni þökk sé ótrúlegri sigurgöngu. Liðið er nú búið að vinna sex í röð eða alla leiki sína síðan keppni hófst aftur í Orlando eftir hlé vegna kórónuveirunnar.

Phoenix vann Oklahoma City Thunder 128:101 og er nú í 10. sæti. Liðið verður að vinna næstu tvo leiki sína og treysta á að Memphis og Portland tapi allavega einum. Þá myndi liðinu duga að vinna Memphis tvisvar til að næla í áttunda og síðasta úrslitakeppnissætið í vesturdeildinni.

Úrslitin í nótt
Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 128:101
Utah Jazz - Dallas Mavericks 114:122
Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 106:114
Miami Heat - Indiana Pacers 114:92
Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 124:121

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert