Línurnar farnar að skýrast

James Harden gegn Damian Lillard.
James Harden gegn Damian Lillard. AFP

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi en nú er nánast ljóst hvaða lið leika í úrslitakeppninni í Orlando sem hefst um helgina.

James Harden átti stórleik fyrir Houston Rockets, skoraði 45 stig, sem tapaði þó gegn Indiana Pacers, 108:104. Portland Trail Blazers er líklegt til að hreppa áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni í vesturdeildinni en liðið mætir Brooklyn Nets í nótt.

Úrslitin í nótt:
Houston Rockets - Indiana Pacers 104:108
Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 121:125
Oklahoma City Thunder - Miami Heat 116:115
Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 111:124

Úrslitakeppnin raðast svona upp:

Vesturdeildin
LA Lakers - *Áttunda sætið
Oklahoma City - Houston
Denver - Utah
LA Clippers - Dallas

Austurdeildin
Milwaukee - Orlando
Miami - Indiana
Boston - Philadelphia
Toronto Brooklyn

mbl.is