Óstöðvandi í Orlando

Damian Lillard heldur áfram að fara á kostum fyrir Portland.
Damian Lillard heldur áfram að fara á kostum fyrir Portland. AFP

Damian Lillard fór á kostum í enn einum leiknum með Portland Trail Blazers sem er nú einum leik frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Lillard skoraði 42 stig í 134:133-sigur á Brooklyn Nets í nótt en hann hefur leikið á als oddi síðan keppnin hófst aftur í Orlando. Alls fóru sjö leikir fram í gærkvöldi og í nótt.

Lillard hefur skorað 60 stig eða meira í þremur leikjum á öllu tímabilinu en hann skoraði 61 í fyrradag gegn Dallas Mavericks. Þá skoraði hann 51 stig í sigri gegn Philadelphia á dögunum og á stóran þátt í velgengni liðsins.

Portland mætir Memphis Grizzlies í umspilsleik um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. Memphis tryggði sér þann árangur með því að leggja Milwaukee Bucks að velli, 119:106 en Dillon Brooks skoraði 31 stig fyrir sigurliðið.

Úrslitin
Boston Celtics - Washington Wizards 90:96
Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 122:136
Memphis Grizzlies - Milwaukee Bucks 119:106
Phonenix Suns - Dallas Mavericks 128:102
Utah Jazz - San Antonio Spurs 118:112
Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers 133:134
Orlando Magic - New Orleans Pelicans 133:127

mbl.is