Fagnar enginn Golíat?

Damian Lillard #0 fer hamförum í NBA-leikjum í Orlando um …
Damian Lillard #0 fer hamförum í NBA-leikjum í Orlando um þessar mundir. AFP

Síðan keppnin í NBA-boltanum hófst aftur um mánaðamótin í „kúlunni“ svokölluðu í Disney-landi í Orlando í Bandaríkjunum hefur einn maður skarað alveg sérstaklega fram úr.

Bakvörðurinn Damian Lillard hefur verið ótrúlegur síðasta hálfa mánuð með liði Portland Trail Blazers sem er komið í umspil um að taka þátt í úrslitakeppninni sjálfri. Lillard jafnaði hæsta stigaskor sitt á ferlinum þegar hann skoraði 61 stig í sigri gegn Dallas í vikunni en hann hefur þrívegis skorað 60 stig eða meira á keppnistímabilinu. Það er ekkert grín, að því er fram kemur í Mrgunblaðinu í dag.

Fjörutíu og einu sinni hefur leikmanni NBA-deildarinnar tekist að skora 60 stig eða fleiri í leik en það gerðist fyrst árið 1949. Lillard er aðeins sá sjötti frá upphafi sem tekst að gera það þrisvar sinnum og er hann þar í hópi goðsagna; Wilt Chamberlain, Kobe Bryant, James Harden, Michael Jordan og Elgin Baylor. Þá er Lillard sá eini ásamt Chamberlain til að afreka þetta þrekvirki þrisvar sinnum á einu og sama tímabilinu! Við erum því ekkert að tala um neitt smámál en engu að síður er Lillard körfuboltamaður sem hefur allan sinn feril átt í erfiðleikum með að komast til vegs og virðingar í íþróttinni.

 Nærmyndina um Damian Lillard má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert