Sá sigursælasti í sögu NBA

LeBron James skoraði 36 stig gegn Houston Rockets í nótt.
LeBron James skoraði 36 stig gegn Houston Rockets í nótt. AFP

LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik, náði stórum áfanga í gær þegar lið hans vann 112:102-sigur gegn Houston Rockets í þriðja leik liðanna í 2. umferð úrslitakeppninnar í Disney World í Orlando.

LeBron var að vinna sinn 162. leik í úrslitakeppni deildarinnar og er hann orðinn sigursælasti leikmaður NBA frá upphafi í úrslitakeppni deildarinnar.

Fyrir leik gærdagsins var LeBron jafn í efsta sætinu ásamt Derek Fisher, fyrrverandi leikmanni Lakers, en Fisher lagði skóna á hilluna árið 2014.

LeBron er orðinn 35 ára gamall em jóf feril sinn í NBA-deildinni árið 2003 þegar hann gekk til liðs við Cleveland Cavaliers, þá 19 ára gamall.

LeBron hefur þrívegis orðið NBA-meistari og þrívegis hefur hann verið valinn bestu leikmaður úrslitakeppninnar. Þá hefur hann fjórum sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert