Kári er samningslaus

Kári Jónsson.
Kári Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, gælir enn við þann möguleika að leika erlendis á keppnistímabilinu sem senn fer að hefjast. 

Kári lék með Haukum á síðasta tímabili en er nú samningslaus. Samkvæmt heimildum mbl.is eru Haukar tilbúnir að semja við Kára en hann hefur viljað bíða með að skrifa undir ef eitthvað skyldi vera í boði í atvinnumennskunni. 

Óvissan í kringum kórónuveiruna og efnahagslægðin sem henni hefur fylgt í Evrópu gerir það væntanlega að verkum að möguleikarnir í stöðunni eru ekki margir. 

Kári hefur æft á fullu með Haukum og netmiðillinn Karfan.is hefur eftir honum að líklegast sé að hann spili með Haukum verði hann hér heima í vetur. Hann útiloki þó ekki neitt og í forgangi hafi verið hjá honum að reyna fyrir sér erlendis.  

mbl.is