Meistararnir knúðu fram oddaleik eftir mikla dramatík

Leikmenn Toronto Raptors fagna sigri eftir tvíframlengdan leik.
Leikmenn Toronto Raptors fagna sigri eftir tvíframlengdan leik. AFP

Kyle Lowry átti stórleik fyrir Toronto Raptors þegar liðið vann þriggja stiga sigur gegn Boston Celtics í sjötta leik liðanna í 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Disney World í Orlando í nótt eftir tvíframlengdan leik.

Leiknum lauk með 125:122-sigri ríkjandi meistara í Toronto en Lowry skoraði 33 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir stórleik fyrir Boston en Tatum skoraði 29 stig og tók fjórtán fráköst. Brown skoraði 31 stig og tók sextán fráköst en það dugði ekki til.

Boston leiddi með fjórum stigum í hálfleik en Toronto kom til baka og leiddi með fjórum stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Boston-menn jöfnuðu og því þurfti að framlengja. Staðan eftir framlenginguna var 106:106 og því þurfti að framlengja að nýju. 

Norman Powell átti frábæra innkomu af bekknum í annarri framlengingunni og átti stóran þátt í sigri Toronto í nótt. Staðan í einvíginu er 3:3 og fer oddaleikur liðanna fram á laugardaginn kemur.

Þá var Kawhi Leonard nálægt því að gera tvöfalda þrennu fyrir lið sitt en hann skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf níu stoðsendingar þegar lið hans LA Clippers vann 96:85-sigur gegn Denver Nuggets í fjórða leik liðanna í nótt.

Clippers vann fyrsta leikhluta með 14 stiga mun og þrátt fyrir hetjulega baráttu Denver-manna tókst þeim aldrei að koma.

Nikola Jokic átti mjög góða leik fyrir Denver, skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst, en Clippers leiðir 3:1 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á laugardaginn þar sem liðið mætir annaðhvort Los Angeles Lakers eða Houston Rockets.

Jamal Murray í baráttunni við Kawhi Leonard í nótt.
Jamal Murray í baráttunni við Kawhi Leonard í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert