Leikur ekki með Haukum í vetur

Bjarni Guðmann Jónson í leik með Skallagrími.
Bjarni Guðmann Jónson í leik með Skallagrími. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksmaðurinn Bjarni Guðmann Jónsson mun ekki leika með Haukum á komandi tímabili, en hann æfði með liðinu í sumar.

Hefur framherjinn snúið aftur til Bandaríkjanna þar sem hann nemur og keppir með Fort Hayes-háskólanum. Karfan.is greinir frá. 

Sagði Bjarni í samtali við vefmiðilinn að hann ætlaði aðeins að leika með Haukum ef hann kæmist ekki aftur til Bandaríkjanna vegna kórónuveirunnar. 

Bjarni, sem hefur leikið með yngri landsliðum Íslands, er uppalinn hjá Skallagrími og lék með liðin þangað til hann hélt til Bandaríkjanna. 

mbl.is