Lithái í KR

Kamilé Berenyté mun leika með KR á komandi keppnistímabili.
Kamilé Berenyté mun leika með KR á komandi keppnistímabili. Ljósmynd/KR Karfa

Kamilé Berenyté er gengin til liðs við KR og mun hún leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, á komandi keppnistímabili en þetta kom fram á samfélagsmiðlum félagsins í kvöld.

Kamilé, sem er 23 ára gömul, er 185 sentímetra framherji frá Litháen. Hún spilaði síðast með Siauliu Siauliai í heimalandi sínu, en liðið lék í efstu deild sem og í Douglas Baltic League, þar sem lið frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen leika.

Kamilé á að baki landsleiki með U18 ára og U20 ára landsliði Litháen.

„Ég er hæstánægð með að fá þetta tækifæri að ganga til liðs við KR, það eru bjartir tímar framundan,“ sagði Kamilé við undirskriftina á dögunum.

mbl.is