„Tilbúnir að takast á við hvern sem er“

Giannis Antetokounmpo rakst á vegg í úrslitakeppninni þegar Milwaukee féll …
Giannis Antetokounmpo rakst á vegg í úrslitakeppninni þegar Milwaukee féll úr keppni gegn Miami. AFP

Eftir því sem á líður í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kúlunni svokölluðu er fjarvera heimavallarins fyrir liðin farin að segja til sín. Lið sem áður gátu reitt sig á andrúmsloftið í sinni eigin höll til að stöðva blæðinguna gegn andstæðingi sem virðist óstöðvandi verða nú að reiða sig á sína eigin samheldni og þjálfun.

Síðasta liðið til að finna fyrir þessum missi heimavallarins er Los Angeles Clippers eftir að Denver Nuggets vann tvo leiki liðanna um síðustu helgi. Með þessum sigrum hefur Denver nú tvívegis unnið upp 1:3 stöðu í leikseríum í kúlunni í Orlando og að venju getur allt hafa gerst í sjöunda leik liðanna sem fram fór í nótt.

Keppnin hefur einnig opinberað veikleika hjá sumum stjörnuleikmönnum. Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks rakst á góða vörn hjá Miami Heat og hafði í lokin lítil áhrif á útkomuna þar. Russell Westbrook hjá Houston Rockets gat ekki hitt úr skoti þótt líf hans væri í hættu gegn Los Angeles Lakers. Samherji hans og skotmaskínan James Harden sömuleiðis virtist gefa eftir þegar í harðbakkann sló.

Þessir leikmenn eru nú allir úr leik þetta keppnistímabilið, en úrslitakeppnin hefur tilhneigingu til að opinbera veikleika liða og leikmanna.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »