Íslendingarnir spiluðu sína fyrstu leiki á Spáni

Martin Hermannsson varð þýskur meistari með Alba Berlín í sumar …
Martin Hermannsson varð þýskur meistari með Alba Berlín í sumar og gekk svo til liðs við Valencia. AFP

Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson eru komnir af stað með nýjum liðum sínum í spænsku efstu deildinni í körfuknattleik en leiktíðin hófst í dag.

Martin komst ekki á blað hjá Valencia sem tapaði gegn spænsku meisturunum Baskonia, 76:73. Hann spilaði í þrettán mínútur og gaf tvær stoðsendingar í leiknum.

Haukur Helgi er orðinn leikmaður Andorra sem vann 84:66-sigur á Murcia í dag. Haukur var með hundrað prósent skotnýtingu og skoraði níu stig á þeim tæpu sex mínútum sem hann spilaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert