Skallagrímur meistari meistaranna

Keira Robinson og Dagbjört Dögg Karlsdóttir í leik liðanna á …
Keira Robinson og Dagbjört Dögg Karlsdóttir í leik liðanna á síðustu leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Skallagrímur lagði Val að velli, 74:68, í Meistarakeppni KKÍ í Borgarnesi í líflegum leik í kvöld. Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst í sínum fyrsta leik fyrir Valsara en það dugði þó ekki til.

Valur var með nauma forystu í hálfleik, 32:31, en deildarmeistararnir voru mest sex stigum yfir fyrir hlé. Heimakonur og ríkjandi bikarmeistararnir sneru hins vegar taflinu við eftir hlé og unnu þriðja leikhlutann 27:21. Keira Robinson var atkvæðamest í liði Skallagríms, skoraði 21 stig og gaf fimm stoðsendingar. Hildur Björg var með 22 stig fyrir Val, sjö fráköst og fjórar stoðsendingar.

Íslandsmótið hefst á miðvikudaginn. Skallagrímur heimsækir Hauka og Valur fer í Kópavoginn og mætir þar Breiðabliki.

Skallagrímur - Valur 74:68

Borgarnes, Meistarakeppni kvenna, 20. september 2020.

Gangur leiksins:: 2:4, 8:11, 10:17, 14:17, 20:23, 22:26, 26:32, 31:32, 45:34, 50:39, 52:47, 58:53, 63:55, 67:59, 69:59, 74:68.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 21/5 stoðsendingar, Sanja Orozovic 16/6 fráköst, Nikita Telesford 12/10 fráköst/3 varin skot, Embla Kristínardóttir 10/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8/5 fráköst, Maja Michalska 5, Arnina Lena Runarsdottir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Valur: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 16/7 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10/5 fráköst/9 stoðsendingar, Eydís Eva Þórisdóttir 8, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/6 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2, Sara Líf Boama 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 1

mbl.is