Tryggvi stigahæstur í fyrsta leiknum

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Ljósmynd/FIBA

Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason lét mikið að sér kveða í kvöld þegar lið hans Zaragoza sótti heim lið Tenerife í fyrstu umferð spænsku ACB-deildarinnar í körfuknattleik.

Leikurinn var æsispennandi, Zaragoza jafnaði í 77:77 þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum en eyjaskeggjarnir í Tenerife höfðu betur í framlengingunni og sigruðu 91:86.

Tryggvi var stigahæstur hjá Zaragoza með 16 stig en hann tók auk þess 7 fráköst og átti tvær stoðsendingar. Hann lék í rúmar 23 mínútur en kom ekki við sögu í framlengingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert