Deildarmeistararnir fá frekari liðsstyrk

Ásta Júlía Grímsdóttir í leik með Val gegn KR í …
Ásta Júlía Grímsdóttir í leik með Val gegn KR í úrslitakeppninni 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleikskonan Ásta Júlía Grímsdóttir er komin heim frá Bandaríkjunum og mun leika með deildameisturum Vals í Dominos-deildinni í vetur en deildin hefst raunar í kvöld. 

Valur tilkynnti um heimkomu Ástu á samfélagsmiðlum í dag og þar kemur fram að hún hafi gert tveggja ára samning við Val.

Ásta lék með Val áður en hún hélt til Bandaríkjanna til náms. Lék hún í fyrra með Houston Baptist University. Fram kemur að Ásta hafi ætlað að vera áfram ytra en vegna breyttra aðstæðna hafi hún kosið að koma heim til Íslands. 

mbl.is