Meistararnir lágu í Kópavogi - Borgnesingar knúðu fram sigur

Ívar Ásgrímsson þjálfari Breiðabliks og hans konur fögnuðu góðum sigri …
Ívar Ásgrímsson þjálfari Breiðabliks og hans konur fögnuðu góðum sigri í kvöld. mbl.is/Hari

Íslandsmeistarar Vals töpuðu fyrir Breiðabliki í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í kvöld, en bikarmeistarar Skallagríms knúðu fram útisigur í spennuleik gegn Haukum.

Breiðablik lagði Val í Smáranum, 71:67, eftir mikla spennu allan tímann. Blikar voru yfir í hálfleik, 37:36 og leikurinn var hnífjafn til enda en Kópavogsliðið skoraði fimm síðustu stigin og tryggði sér sigurinn.

Jessie Coera skoraði 25  stig fyrir Breiðablik, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 13 og Isabella Ósk Sigurðardóttir tók 18 fráköst auk þess að skora 12 stig.

Á Ásvöllum var líka mikil spenna allan tímann. Staðan var 23:22  fyrir Hauka í hálfleik en lokatölur 54:51 fyrir Skallagrím.

Sanja Orozovic skoraði 21 stig fyrir Skallagrím, Nikita Telesford var með 15 stig og 13 fráköst og Keira Robinson skoraði 8 stig og tók 13 fráköst. Hjá Haukum var Alyesha Lovett með 21 stig og 15 fráköst og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig.

Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með KR-inga og unnu yfirburðasigur  á heimavelli sínum, 114:72. KR-sem varð í öðru sæti í deild og bikar í fyrra, er með gjörbreytt lið sem mun greinilega eiga erfitt uppdráttar í vetur.

Daniela Wallen skoraði 37 stig fyrir Keflavík og tók 11 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 17 stig og Agnes María Svansdóttir 12. Annika Holopainen var allt í öllu hjá KR en hún skoraði 43 stig og tók 10 fráköst.

Breiðablik - Valur 71:67

Smárinn, Domino's deild kvenna, 23. september 2020.

Gangur leiksins:: 7:4, 9:8, 15:13, 17:13, 27:15, 31:21, 35:29, 37:36, 44:38, 47:48, 50:50, 53:52, 55:56, 57:57, 63:62, 71:67.

Breiðablik: Jessica Kay Loera 25/5 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 13/4 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 12/18 fráköst/3 varin skot, Sóllilja Bjarnadóttir 7/5 fráköst, Jenný Harðardóttir 5/5 fráköst, Fanney Lind G. Thomas 4, Birgit Ósk Snorradóttir 3/5 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2.

Fráköst: 33 í vörn, 13 í sókn.

Valur: Hildur Björg Kjartansdóttir 16/12 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 13/6 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 7, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Nína Jenný Kristjánsdóttir 3, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 78.

Haukar - Skallagrímur 51:54

Ásvellir, Domino's deild kvenna, 23. september 2020.

Gangur leiksins:: 2:3, 5:4, 5:6, 7:10, 7:15, 10:15, 15:17, 23:22, 30:27, 32:33, 36:35, 38:36, 40:39, 43:46, 47:49, 51:54.

Haukar: Alyesha Lovett 21/15 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Rósa Björk Pétursdóttir 7/7 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 3/8 fráköst/5 stoðsendingar, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 2/8 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.

Skallagrímur: Sanja Orozovic 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Nikita Telesford 15/13 fráköst, Keira Breeanne Robinson 8/13 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5, Maja Michalska 5/6 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 200

Keflavík - KR 114:72

Blue-höllin, Domino's deild kvenna, 23. september 2020.

Gangur leiksins:: 6:6, 10:9, 19:13, 24:20, 35:20, 40:24, 46:28, 55:34, 61:36, 75:43, 79:49, 88:50, 88:53, 98:58, 105:66, 114:72.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 37/11 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 17/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 12, Katla Rún Garðarsdóttir 11/5 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Lára Vignisdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Agnes Perla Sigurðardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Eva María Davíðsdóttir 3, Edda Karlsdóttir 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.

KR: Annika Holopainen 43/10 fráköst/5 stolnir, Kamilé Berenyté 13/4 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 9/9 fráköst/6 stoðsendingar, Perla Jóhannsdóttir 4/5 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 3.

Fráköst: 21 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 107

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert